Sous Vide hitamælasett

Array

Lýsing

Sous vide hitamælasettið frá ETI er tilvalið í nákvæmar hitamælingar í Sous vide eldun og á viðkvæmum mat. Hitamælirinn er mjög hraðvirkur en hann er aðeins þrjár sekúndur að ná réttu gildi og kemur þannig í veg fyrir ofeldun og þurrk í kjöti.

Sous vide eldun, þ.e. eldun á kjöti í lofttæmi og vatnsbaði, verður sífellt vinsælli og kallar hún á nýja tækni í hitamælingum.

Notkun gæti ekki verið einfaldari. Matreiðslumaðurinn límir bút af svamplímbandinu utan á lofttæmdar umbúðirnar og stingur nálarhitanemanum í gegn og mælir þannig kjarnahita. Svamplímbandið sér til þess að lofttæmi inn í umbúðunum haldist.

Sous vide hitamælasettið frá ETI inniheldur:

  • Therma 1 hitamæli
  • 60 mm Sous Vide nálarhitanema
  • 120 mm Sous Vide nálarhitanema
  • Vatnshelda klukku / teljara
  • 70 þurrkur fyrir hitanemann
  • Sous Vide svamplímband (1 meter)
  • ABS hulstur

 Mælirinn er framleiddur og kvarðaður af ETI í  Bretlandi.

 

 

Tæknilegar upplýsingar

Eiginleikar

 Sous Vide hitamælasett

mælisvið (0.1°C)

 -99.9 to 299.9°C

mælisvið (1°C)

 300 to 1372°C

mæliupplausn

0.1°C og 1°C

nákvæmni

±0.4°C ±0.1%

rafhlaða

 3 x 1.5V AAA

ending rafhlöðu

10000 klukkustundir

tegund hitanema

 K thermocouple

skjár

 12mm LCD

mál

25 x 56 x 128mm

þyngd

130 grömm

kvörðunarvottorð

rekjanlegt kvörðunarvottorð fylgir