Dry-Well 3001/2/3

Array

Lýsing

Dry-Well 3001/2/3 frá ETI eru lítil og nett kvörðunartæki sem gefa frá sér nákvæman hita og eru því tilvalin til kvörðunar og athugunar á hitamælum og hitanemum. Hitasvið þeirra er frá 33 til 300°C með 0.1°C mæliupplausn. Hitagjafinn er mjög stöðugur (±0.5°C) og er innan við 5 mínútur að ná þeim stöðugleika. Tækið er mjög einfalt í notkun. Notandinn kveikir á því, velur rétt hitastig og stingur hitanemanum í viðeigandi gat.

3001 Dry-Well tekur við hitanemum í stærðunum Ø3.3, 4, 4.76 og 6.35mm.
3002 Dry-Well tekur við hitanemum í stærðunum Ø3.3, 4.76, 6.35 og 9.6mm.
3003 Dry-Well tekur við hitanemum í stærðunum Ø4.76 og 12.7mm.

Kvörðunartækið er framleitt og kvarðað af ETI í  Bretlandi.

Tæknilegar upplýsingar

Eiginleikar

 Dry-Well 3001/2/3

mælisvið 0.1°C

 33 til 300°C

mæliupplausn

 0.1°C

nákvæmni

±0.5°C (33 til 199.9°C) ±1°C (200 til 300°C)

dýpt hitagjafa

 100mm

skjár

 LED

mál

 57 x 125 x 158mm

þyngd

900 grömm

efni húss

málmur

framleiðsluland

Bretland

kvörðunarvottorð

rekjanlegt kvörðunarvottorð fylgir